Um EINUSINNIENN

Um okkur
EINUSINNIENN var stofnað 16. desember árið 2020. Hugmyndin var að búa til stað þar sem fólk getur verslað notuð föt á netinu á góðu verði. Þrátt fyrir að vera einungis vefverslun þá viljum við samt bjóða upp á framúrskarandi, persónulega þjónustu og setjum kúnnana okkar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Okkar markmið er að fletta í gegnum þúsund slár af fötum til að finna hina fullkomnu flík fyrir þig. Við áttuðum okkur á því að meirihluti fólks vill klæða sig meira í notuð föt en hefur til dæmis ekki tíma, veit ekki hvar þau eru að finna eða veit ekki hvernig best er að nálgast það að finna hina réttu flík í hafi af öðrum minna spennandi flíkum. Þannig að okkur langaði að sjá um það fyrir fólk að veiða fram bestu flíkurnar og setjum þær svo hér inn á vefverslunina okkar. Eina sem kúnninn þarf að gera er að fylgja okkur á Instagram @einusinnienn og fylgjast með því þegar nýjar vörur rata inn á síðuna sem er vanalega nokkrum sinnum í viku.
Við hjá EINUSINNIENN viljum efla betri framtíð og hreinni jörð. Það er augljóst að lifnaðarhættir okkar jarðarbúa hafa sett stórt strik í reikninginn hvað varðar umhverfismál og viljum við reyna að leggja okkar að mörkum til að reyna að laga það. Einnig erum við dugleg að safna fyrir góðum málefnum og viljum við endilega benda fylgjendum okkar á að taka þátt í gjafaleikjunum okkar sem fara fram á Instagram en þar söfnum við reglulega fyrir hinum og þessum málstöðum.
Stöndum saman og eflum betri jörð
Recycle Reuse Reduce


Um þjónustuna

* Við bjóðum upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir 10.000kr eða meira

* Við bjóðum upp á endurgjald gegn skilum. Ef flíkin var send út á land sér kaupandinn um að senda vöruna til baka og greiðir það gjald sem því fylgir.
Við endurgreiðum svo vöruna þegar varan skilar sér aftur til okkar.
Kaupandi hefur 30 daga til að skila vörunni eftir afhendingardag.

* Við svörum öllum spurningum varðandi vörur okkar. Ef að það vakna spurningar varðandi til dæmis ástand eða stærð vörunnar bendum við fólki á að hafa samband við okkur í direct message (DM) á Instagram @einusinnienn eða í tölvupósti arnarsson95@gmail.com.